144. löggjafarþing — 91. fundur,  20. apr. 2015.

réttur samkynhneigðra karla til að gefa blóð.

[15:27]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka brýninguna varðandi blóðgjafirnar. Ég vona sannarlega að okkur auðnist innan skamms að gera þær breytingar sem þar er kallað eftir og hefur verið gert í allnokkurn tíma, eins og hv. þingmaður nefnir. Ég vil þó geta þess að við erum ekki með allt aðrar reglur um þessi mál en önnur lönd. Þær eru mjög sambærilegar.

Varðandi áhyggjur hv. þingmanns af því að ráðherrar hugsi upphátt er ég ekki á sömu skoðun. Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir alla að hugsa öðru hvoru upphátt, hvaða embætti svo sem þeir gegna. Varðandi það mál sem hv. þingmaður spyr sérstaklega eftir liggur það einfaldlega fyrir í fjárlögum og samþykktri þingsályktun frá því í fyrravor eftir hvaða línu við erum að keyra. Það eru skiptar skoðanir og hafa alltaf verið um staðsetningu á (Forseti hringir.) byggingaráformum við Hringbraut, en línan í því efni er skýr og mörkuð og sett niður í fjárlögum.