144. löggjafarþing — 91. fundur,  20. apr. 2015.

vitnað í orðaskipti á lokuðum nefndarfundi.

[15:35]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég ætla mér að gera athugasemd við fundarstjórn forseta. Hér kemur hv. formaður velferðarnefndar og vitnar í landlækni á fundi velferðarnefndar í morgun. Það stendur skýrt í þingsköpum að óheimilt er að vitna til orða nefndarmanna eða gesta sem falla á lokuðum fundi nefndarinnar nema með leyfi viðkomandi. Hv. þm. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir lét þess ekki getið í upphafi fundar eða í upphafi máls síns að hún hefði fengið leyfi landlæknis. Þetta er skýrt brot á þingskapalögum, virðulegur forseti, og er ástæða til að forseti geri athugasemdir við slíkt.