144. löggjafarþing — 99. fundur,  30. apr. 2015.

höfundalög.

700. mál
[12:36]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt að geta þess að mál nr. 701 er undir tímapressu frá Evrópu, en það breytir ekki því að þingið tekur þann tíma til málsins sem það telur sig þurfa. Það hlýtur alltaf að vera meginreglan hér.

Hvað varðar fjórða málið svokallaða, komi kostnaðarmatið í tæka tíð er ekkert því til fyrirstöðu að það komi hér fram og fylgi þá með í þessari umræðu. Að sjálfsögðu vil ég gjarnan að þessi mál fari sem greiðast hér í gegn en ég hef eðlilega allan skilning á því, eins og í öllum öðrum málum, að þingið ræður hér för og hraða. Ég ítreka hvað varðar stöðu máls nr. 701 og kröfur sem komu frá ESB að þar gæti verið uppi staða sem kallaði á að frumvarpið kláraðist. Enn og aftur segi ég samt að það er þingsins að ákveða það, ekki annarra.