144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[18:30]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að það megi kannski útskýra þetta þannig fyrir hv. þingmanni að þingflokkurinn hafði ekki langan tíma til að meta innihald frumvarpsins og ræða það í þaula eða fá kynningu á því frá hæstv. ráðherra. Þannig að þeim efasemdum sem voru viðraðar á þingflokksfundi var ekki hægt að svara á þeim fundi. Þess vegna var ákveðið að standa ekki í vegi fyrir afgreiðslu málsins og það fengi þinglega meðferð þrátt fyrir að einhverjar efasemdir væru í hópnum. Þetta eru fyrirvararnir sem gerðir eru. Það held ég að sé ekkert óeðlilegt og bara hið besta mál að við ræðum bara frumvarpið. Vissulega má harma það ef þinginu finnst það hörmulegt að hingað komi inn einhver frumvörp bæði frá þingmönnum eða ríkisstjórn, frá stjórnarmeirihlutanum eða öðrum sem hugsanlega ná ekki framgöngu, það finnst mér ekki rétti andinn. Mér finnst það eigi að fá að ræða hlutina og finnst ekkert slæmt við það.