144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

áherslumál ríkisstjórnarinnar.

[16:45]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Á tímum þegar það gæti stefnt í verkfall 100 þúsund Íslendinga í lok þessa mánaðar, ef ekkert breytist og menn ná ekki saman, þá lítur þessi ríkisstjórn svo á að það sé forgangsmál númer eitt að lækka orkuskatta á álfyrirtækin í landinu, forgangsmál númer tvö að taka tíma þingsins sem vitað er að fari drjúgur í það mál og ræða með hvaða hætti ríkisstjórnin ætlar að hunsa það ferli sem samþykkt hefur verið á Alþingi um það hvernig við ætlum að taka ákvarðanir um hvaða auðlindir við nýtum og hverjar við friðum. Það eru forgangsmál þessarar ríkisstjórnar.

Virðulegi forseti. Ég skil ekki hvers vegna menn taka ekki í útrétta hönd stjórnarandstöðuflokkanna, allra fjögurra, fyrr í dag um það að við náum nú saman í þinginu og finnum leiðir til þess að (Forseti hringir.) leysa þá kjaradeilu sem geisar hér. Þá ætla menn að fara í stríð (Forseti hringir.) hér um auðlindina af því það er forgangsmál þessarar (Forseti hringir.) ríkisstjórnar að troða sínum áherslum í gegn þvert gegn (Forseti hringir.)