144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[15:36]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég er ósammála niðurstöðu hæstv. forseta og mér virðist sem í þessum úrskurði sé seglum hagað eftir vindi. Ég vil benda á að fjöldi gesta og umsagnaraðila kom fyrir nefndina og lýstu margir þeirra yfir áhyggjum af því að ef þessi breytingartillaga meiri hlutans yrði afgreidd væri ferli rammaáætlunar haft að engu.

Hér er mikið í húfi, hæstv forseti. Tilvist sjálfrar rammaáætlunar er undir. Þessa umræðu er ekki hægt að hefja með málið svo breytt og alls ekki að svo stöddu.