144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[15:43]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér er bara svo mikið niðri fyrir vegna þessara málavaxta að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Ég varð fyrir verulegum vonbrigðum með úrskurð hæstv. forseta og ég næ eiginlega ekki alveg hvað er að gerast hérna. Til hvers erum við hérna? Eigum við ekki bara að vera í einræðisríki hv. þm. Jóns Gunnarssonar, er það ekki bara best? Getum við ekki bara farið til baka í okkar fyrri vinnu? Þetta er algjör skrípaleikur, algjör skrípaleikur.

Hvaða faglega mat er það sem hæstv forseti byggir úrskurð sinn á? Þú verður bara að svara því. Þetta gengur ekkert svona. Þetta gengur ekki upp. Þú talar ekki við okkur hérna eins og einhver fífl. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)