144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

umræðuefni dagsins.

[16:57]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég veit að forseta er virkilega annt um virðingu þingsins en ég vil spyrja forseta hvort hann telji það líklegt til að auka virðingu þingsins eða að hv. þingmenn ávinni sér virðingu og tiltrú sem glatast hefur með því að haga dagskrá þingsins með þeim hætti sem gert er. Forseta má vera ljóst að við munum aldrei láta það gerast að samþykkt verði breytingartillaga í einni umræðu, breytingartillaga sem þverbrýtur lög um rammaáætlun sem var samþykkt hér í þverpólitískri sátt árið 2011. Við hleypum henni aldrei í gegn þannig að forseti má vita að næstu dagar í þinginu verða líkir þessum degi og gærdeginum.