144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[10:56]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það er kannski ekkert skrýtið að almenningur í landinu sé hissa á þessari umræðu hér og haldi að við sem erum í minni hluta séum að tefja þingstörf. Það skal sagt að þessi uppákoma er algjörlega í boði stjórnarmeirihlutans og ríkisstjórnarinnar.

Það sem hv. þm. Páll Jóhann Pálsson leggur hérna til málanna er alveg með ólíkindum. Telur hann að það mál sem þeir taka hér í gíslingu sé það sem er eftirspurn eftir úti í þjóðfélaginu þegar hægt er að fara að lögum um rammalöggjöf og skila tillögum um orkunýtingarkosti eftir rúmt ár, að hægt sé að taka allt þingið í gíslingu þegar önnur mál brenna á þjóðfélaginu, heilbrigðismál, verkföll logandi og ferðaþjónustan í uppnámi út af verkföllum? Allt þetta er á ábyrgð (Forseti hringir.) hv. þingmanna í meiri hluta atvinnuveganefndar ef fram heldur sem horfir.