144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

ummæli forsætisráðherra um rammaáætlun.

[12:01]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Þessi umræða er alltaf að verða súrari og súrari og ekki bætti hæstv. forsætisráðherra umræðuna, gerði hana frekar enn tortryggilegri og furðulegri. Hann talar inn í hana eins og hann sé staddur á tunglinu, hafi ekkert fylgst með út á hvað þetta gengur, hvaða kostir eru þarna undir og hverju hefur verið kallað eftir, að lögum um rammaáætlun væri fylgt. Hann hefur ekkert fylgst með gagnrýni sem hefur komið úr tveimur ráðuneytum um að þetta væri ekki lögformlegur ferill.

Það væri fróðlegt að heyra í hv. þingmönnum, meiri hluta atvinnuveganefndar, um þá breytingartillögu sem hæstv. forsætisráðherra leggur hér fram. Það er mjög undarlegt að hv. þm. Páll Jóhann Pálsson hafi ekki sjálfur kynnt breytingartillöguna sem á að vera í samráði við meiri hluta atvinnuveganefndar og hæstv. umhverfisráðherra. Hvað er þarna á ferðinni? Eru þessi vinnubrögð í lagi? Nei.