144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

ummæli forsætisráðherra um rammaáætlun.

[12:05]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Af þessu tilefni vill forseti segja að hann er alveg ósammála hv. þingmanni. Það er eðlilegast að breytingartillögur sem hafa verið lagðar fram á Alþingi og ætlunin er að breyta með nýrri breytingartillögu séu kynntar á Alþingi fyrir öllum þingmönnum með sama hætti. (Gripið fram í: Þetta er ekki …) Forseti vill eingöngu halda þessu til haga og síðan mun auðvitað breytingartillaga, verði það úr að hún verði flutt, koma fram með formlegum hætti í þinginu. (Gripið fram í.)