144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

ummæli forsætisráðherra um rammaáætlun.

[12:08]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég ætlaði að ræða formið, eins og hv. þm. Katrín Jakobsdóttir. Hér hefur tvisvar komið fram lýðræðisást hæstv. umhverfisráðherra, annars vegar í ræðu hennar þar sem hún sagði að það væri svo mikið lýðræði í Framsóknarflokknum að þar þætti sjálfsagt að þingmenn greiddu atkvæði með tillögum sem ráðuneyti umhverfismála telur stangast á við lögin sem í hlut eiga. Hins vegar kom fram áðan hjá hæstv. forsætisráðherra að það bæri vott um lýðræðisást hæstv. umhverfisráðherra að hún hefði verið tilbúin til samninga um að taka einn virkjunarkost út úr tillögunni. Ég veit ekki hvort hún ætlar þá að styðja allt heila klabbið sem eftir stendur þó að það stangist að mati hennar eigin ráðuneytis á við lög.

Herra forseti. Þessi staða er óviðunandi og það verður að gera hlé á þingfundi og funda strax. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)