144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

ummæli forsætisráðherra um rammaáætlun.

[12:20]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Í umræðum um störf þingsins hefur verið talað um leikhús fáránleikans og önnur nöfn höfð um það ástand sem hér ríkir. Ég trúi ekki öðru en að forseti sé orðinn áhyggjufullur. Forseti með alla sína þingreynslu hefur örugglega áttað sig á því þegar þetta mál var sett á dagskrá að hér yrðu miklar og langar umræður og deilur um málið. Hér bjóða hv. þingmenn og hæstv. forsætisráðherra meira að segja hrossakaup um virkjunarkosti þegar augljóst er að eina sáttin í málinu er að fara að tillögu verkefnisstjórnar og tillögu hæstv. umhverfisráðherra. Þar liggur sáttin og þangað eigum við að stefna. Pólitískum hrossakaupum úr ræðustóli (Forseti hringir.) frá þingmönnum og hæstv. ráðherrum (Forseti hringir.) má líkja við leikhús fáránleikans.