144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

ummæli forsætisráðherra um rammaáætlun.

[12:22]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það verður fróðlegt að heyra hvað kemur út úr fundi sem forseti hefur lofað með þingflokksformönnum á eftir. Til að málin gangi sæmilega fyrir sig það sem eftir er af þinginu ætla ég að vona að lausnin verði sú sem hv. þm. Oddný G. Harðardóttir nefndi áðan, að tillagan eins og hún var lögð fyrir þingið verði hér til umræðu. Sáttatilraunir eiga að beinast að því að hér náist sátt en ekki einhverjum leikaraskap með því að taka út einn af fjórum kostum sem bætt var við hina upphaflegu tillögu. Ég beini því til forsetans að hann reyni að stuðla að því að þær málalyktir verði ofan á og þá held ég að fullt af málum fari að rúlla (Forseti hringir.) áfram sem allir geta unað glaðir við.