144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:07]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Það gæti verið einhver herkænska hjá meiri hlutanum að festa þingið í því að ræða um ramma um orkunýtingu þegar við ættum að ræða um ramma um hvernig við leysum kjaradeilur. Það er einmitt þess vegna sem ég nýtti bara tímann í að ræða það sem ætti að vera að ræða akkúrat núna, sem er ramminn um hvernig við leysum kjaradeilur og hvernig það virðist ekki vera eitt af forgangsatriðunum. Þetta er síendurtekið vandamál, þetta er fyrir séð vandamál og þegar maður er með fyrir séð vandamál þá náttúrlega fer maður í að búa til ramma, búa til kerfi til að takast á við þau þegar þau verða eða jafnvel koma í veg fyrir þau.

Það getur verið rétt hjá þingmanninum að þetta sé bara einhver herkænska hjá ríkisstjórninni, sér í lagi þegar hún virðist vægast sagt vera með buxurnar niður um sig í ofboðslega mörgum málum sem þarf að bakka með og svo er hún sein að koma fram með mál. Eins og hv. þingmaður nefnir (Forseti hringir.) eru húsnæðismálin klárlega partur af velferðarmálum og skipta máli og verða að koma inn í allar (Forseti hringir.) þessar deilur.

Ég klára á eftir.