144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:52]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fékk nú ekki alveg afdráttarlaust svar við því hvort rammaáætlun 2 væri enn þá í gildi að hluta til eða alls ekki. En mig langar aðeins að vitna í minnisblað frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu sem mikið er vitnað í:

„Að mati ráðuneytisins getur þingið, að teknu tilliti til laga nr. 48/2011, lagt til breytingar á flokkun þeirra virkjunarkosta sem tillagan tekur til, enda hafi kostirnir fengið umfjöllun verkefnisstjórnar í samræmi við ákvæði laganna.“

Er hv. þingmaður sammála því að þingið geti gert breytingartillögur á röðuninni ef þessum kostum hefur verið raðað á löglegan hátt?