144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:53]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er gaman að hv. þingmaður hafi tekið upp þetta minnisblað. Ég held að þetta sé sama minnisblað — hann hefði átt að lesa það aðeins lengra, þegar í 3. mgr. þessa blaðs kemur fram:

„… að verndar- og nýtingaráætlunin taki til virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin hefur fjallað um. Er þannig miðað við að Alþingi taki ekki afstöðu til annarra virkjunarkosta en þeirra sem verkefnisstjórnin hefur fjallað um. Í því felst á engan hátt að Alþingi sé bundið af tillögum verkefnisstjórnar eða ráðherra um flokkun virkjunarkosta heldur eingöngu af lögum nr. 48/2011, þar á meðal að fyrir liggi faglegt mat á virkjunarkostum og landsvæðum.“

Það liggur ekki fyrir. Það liggur ekki fyrir í þeim breytingartillögum sem hv. þingmaður mælir fyrir. Það er bara svoleiðis.