144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[19:37]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Hv. þingmaður nefndi líka að kannski væri réttast að fara með ákvarðanir af þessu tagi, sem eru miklar fyrir náttúruna og að mestu leyti óafturkræfar, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það má alveg hugsa sér það, því að það er líka í þeim þætti sem hugmyndir okkar hafa breyst svolítið. En er það ekki einmitt vandinn, og þess vegna þarf að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, að meiri hlutinn veður yfir minni hlutann í þinginu, leyfir ekki umræðu? Meiri hlutinn kemur inn með mál óundirbúin og segir: Þetta er nógu gott í kjaftinn á ykkur. Og við eigum bara að samþykkja.

Við erum í vandræðum út af þessu líka. Við þurfum meira beint lýðræði vegna þess að (Forseti hringir.) meiri hlutinn hér á það til að vaða yfir minni hlutann.