144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:10]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef hv. þingmanni finnst að með því að stjórnmálamenn tóku ekki af skarið og mátu sjálfir upplýsingar sem fagmenn höfðu ekki farið yfir og settu virkjunarkostina í biðflokk hafi verið vikið frá grundvallarsjónarmiði um rammaáætlun, hvað finnst hv. þingmanni þá um að stjórnmálamenn taki virkjunarkosti úr biðflokki og flokki sjálfir í nýtingarflokk? Hvað er það þá, hæstv. forseti?