144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:14]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð eiginlega að áskilja mér rétt til að lesa umsögnina í heild sinni áður en ég tek afstöðu til hennar í örstuttu andsvari. Ég get ekki gert það, ég verð að segja það.

Ég skil þetta þannig að það séu nokkrir þættir sem eigi eftir að skoða, ég er að tala um verkefnisstjórn 3 núna, og það sem ég mundi vilja fá svör við er af hverju ekki er sett orka, peningur og tími í að klára ferlið. Strandar á peningum? (Gripið fram í.)Það er það sem ég skil ekki. Mér finnst líka athyglisvert að í þeirri umræðu sem hér hefur farið fram hefur málið tekið þeim breytingum að búið er að taka Hagavatnsvirkjun út. Ég mundi segja að umræðan hafi skilað einhverjum árangri fyrst svo er. En ég get ekki tekið afstöðu til einstakra búta úr einstaka umsögnum hér og nú.