144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:03]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Ég tek undir það að hér ætti hæstv. umhverfisráðherra auðvitað að vera og hlusta á þessa umræðu og beini því til hæstv. forseta að henni verði gert viðvart og hún beðin að koma hingað, vera hér, hlusta og taka þátt í umræðunni.

Sömuleiðis sakna ég þess að í salnum sé ekki hv. þm. Jón Gunnarsson sem á þó stóran heiður af því máli sem hér er á dagskrá og til umræðu. Ég spyr hæstv. forseta hvort hann geti einnig athugað hvort hann sé í húsi eða hvernig sem það tíðkast með óbreytta þingmenn.

Ég tek líka undir að það væri mjög gott að sjá og fá fram formlega þá breytingartillögu sem hér hefur verið boðuð. Við erum í síðari umr. um þetta mál og vitum í rauninni ekkert hvort og þá hverju stendur til að breyta (Forseti hringir.) frá því sem nú er til umræðu.