144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:55]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þessa fyrirspurn. Ég fór yfir það mjög snemma í ræðu minni þegar ég var að lesa upp úr bók hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar að tekin hefði verið ákvörðun um það að nota laxarökin til þess að friða alla virkjunarkosti í Þjórsá og til þess að (SSv: Til þess … að setja í bið.) rökstyðja það (Gripið fram í.) — fyrirgefið, að setja í bið, afsakið. Sá sem borinn var fyrir þeim rökum og sá sem sagður er nota þau rök í bók hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar er Orri Vigfússon sem er sérfræðingur í laxastofnum í Norður-Atlantshafi. Þetta stendur einfaldlega í bókinni og ég trúi því ekki upp á hv. þm. Össur Skarphéðinsson að hann sé að segja ósatt í bókinni. En ég hvet þingmanninn til þess að lesa bókina því að þá er þetta (Gripið fram í.) allt saman (Gripið fram í.) mjög skýrt. Ég þarf ekki að endurflytja (Gripið fram í.)ræðu mína sem ég hélt hér áðan. Það kom mjög skýrt fram í ræðu minni. Þetta var gjaldið fyrir það að Vinstri grænir gáfu eftir varðandi ESB.