144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:10]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég þarf að gera athugasemd við það þegar það gerist í andsvörum að hv. þm. Vigdís Hauksdóttir leggur spurningu fyrir þingmann í síðara andsvari og hv. þingmaður (Gripið fram í.) er í raun brunninn inni og getur ekki svarað þeirri spurningu sem liggur í loftinu. (Gripið fram í.)

Virðulegi forseti. Ef ég má hafa orðið langar mig líka að segja það — (VigH: … Jón og séra Jón.) (Forseti hringir.) (KaJúl: Biddu um orðið.) langar mig að spyrja hæstv. forseta eins. Hér hefur verið boðuð breytingartillaga við breytingartillögu sem hæstv. ráðherra umhverfis- og auðlindamála boðaði og hæstv. forsætisráðherra raunar líka í síðustu viku, nú er þriðjudagur, og ég bið hæstv. forseta að hlutast til um það að þessi breytingartillaga komi hér fram sem þingskjal með greinargerð og röksemdum og geri hlé á umræðunni þangað til það þingskjal liggur fyrir. Hér er síðari umr. um þingsályktunartillögu og þessi (Forseti hringir.) gögn verða að liggja fyrir þannig að efnislega sé hægt að ljúka umræðunni.