144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:12]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Vegna þeirrar tillögu sem við ræðum hér tek ég fram að ég styð hana ekki og mun greiða atkvæði gegn henni, enda liggur hér frammi dagskrá sem er ágæt og forseti hefur lagt fyrir okkur þingmenn að fara eftir í dag, þar sem við höldum áfram umræðunni um rammann. Í gær voru fluttar hér nokkrar ágætar og málefnalegar ræður, um það bil átta ræður á milli þess sem menn ræddu fundarstjórn forseta.

Ég held að við eigum bara að vinda okkur í dagskrána sem forseti hefur lagt hér fram, halda umræðunni áfram og fella dagskrártillögu minni hlutans.