144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

lengd þingfundar.

[11:42]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er ákaflega leiðinlegt að slegið hafi verið á þá sáttarhönd sem minni hlutinn lagði hér fram með dagskrárbreytingu. Að sjálfsögðu hafa píratar ekkert á móti því að vera hér langt fram eftir nóttu í samtali við hv. þm. Jón Gunnarsson, en ég óska þá eftir því að hæstv. forsætisráðherra verði með okkur í nótt og hlýði á ræður um rammaáætlun og að hann komi jafnvel í andsvör og ræður til að útskýra hvernig fleiri virkjanir eigi að leysa kjaradeilur.