144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

lengd þingfundar.

[12:14]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf):

Herra forseti. Það sem er að koma í ljós hér á þessum degi er það að ríkisstjórnin þorir ekki að ræða þau mál sem heitast brenna á þjóðinni. Hæstv. forsætisráðherra þorir ekki að ræða það með hvaða hætti hann hefur brugðist sem forsætisráðherra gagnvart þeirri skyldu sinni að reyna að liðka fyrir kjarasamningum. Hæstv. fjármálaráðherra þorir ekki að koma hér og ræða með hvaða hætti hann á sinn þátt, með fullkomnu afskiptaleysi af kjaradeilu opinberra starfsmanna, í því að það ríkja verkföll, sjúkrahús eru í uppnámi og rannsóknastofur eru lokaðar.

Þetta er það sem við viljum ræða hér. Ég er til í að vera hér alla nóttina til að ræða þetta, herra forseti, og í trausti þess að hæstv. forseti kunni að koma vitinu fyrir stjórnarherrana ætla ég að segja já við þessari tillögu.