144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[16:47]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Eins og aðrir þingmenn er ég ákaflega hugsi og leið yfir því að ekki hafi náðst árangur á fundi hæstv. forseta með þingflokksformönnum og að við ætlum að halda áfram í umræðu um mál sem við mörg teljum ekki þingtækt, í það minnsta kemur upp deila um hvort breytingartillagan geti verið þingtæk ef hún stangast á við löggjöfina. Við höfum vitnað í minnisblöð frá atvinnuvegaráðuneyti og ekki síður umhverfisráðuneytinu um það. Síðan auglýsi ég enn og aftur eftir breytingartillögu við breytingartillögu sem væri gott að fá inn í síðari umr. Ég spyr forseta: Hvað er að frétta af þeirri tillögu?