144. löggjafarþing — 109. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[00:08]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil byrja á að spyrja forseta hvort forseti hafi náð í hæstv. forsætisráðherra og hvað sé að frétta af beiðni um að hann komi hingað og fari yfir stöðu mála á vinnumarkaði með okkur. Síðan vil ég spyrja forseta, eins og aðrir þingmenn hér, hvað hún hyggist láta þingfund standa lengi fram eftir nóttu. Ég vona að forseti svari með öðrum orðum en þeim að forseti ætli að láta þingfund halda áfram um sinn. Það getur varla verið leyndarmál hvað þeir sem skipuleggja störfin hér í þinginu hafa hugsað sér að láta þingfund halda lengi áfram inn í nóttina. Ég vona að forseti svari okkur skýrt hvað þetta varðar.