144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:09]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég segi nei við þessari tillögu stjórnarandstöðunnar. Þetta er mjög athyglisverð umræða. Enn athyglisverðari er pistill sem ég rakst á á netinu frá því 5.5. 2012 sem hv. þm. Guðmundur Steingrímsson skrifaði um þingið og bar heitið „Enn um þingið“, þar sem hann reifar sjónarmið sín varðandi málþóf. Ég vitna hér beint í textann þar sem stendur:

„Það gengur ekki að hafa óstarfhæft þing. Eitt af því sem þarf að ræða opinskátt er einfaldlega það hvort það sé á nokkurn hátt í þágu lýðræðisins að einstaka þingmenn geti hagað sér svona: farið endalaust upp í pontu, í andsvör og ræður og sagt það sama aftur og aftur. Ef þeir gerðu svona heima hjá sér yrði þeim fleygt út.“

Hvað hefur breyst? Í lok þessa pistils leggur þingmaðurinn til að stofnuð verði samtök alþingismanna gegn alhæfingum, skammstafað SAA. Þar er lagt til að forseti stýri fundum eins og gert sé á öllum öðrum fundum þar sem fundarsköp tíðkast. Hvað hefur breyst? Átti ekki að breyta íslenskum stjórnmálum? Ætlaði Björt framtíð ekki að taka upp betri vinnubrögð? Af hverju tekur Björt framtíð þátt í þessu málþófi á þingi þegar þetta eru skoðanir Guðmundar Steingrímssonar árið 2012?