144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

um fundarstjórn.

[12:39]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tel að forseta sé orðið fullljóst að þetta mál er allt komið í hið versta óefni og friðurinn er algjörlega úti í þessum þingsal og hann verður það þar til ólánstillaga meiri hluta atvinnuveganefndar verður dregin til baka. Við erum tilbúin, það hefur verið sagt margoft hér, við erum tilbúin til að ræða tillögu umhverfisráðherra og umfjöllun um hana sem varð í atvinnuveganefnd. Nú ætla ég að biðla til hæstv. forseta: Leysi virðulegur forseti úr þessu vonda máli og þeirri vondu stöðu sem þingið er komið í.