144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

ósk um fund forseta með þingflokksformönnum.

[14:30]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Ásmundur Friðriksson gerði reiðina að umtalsefni áðan. Ég tek undir með hv. þingmanni að það ríki djúp reiði meðal þingmanna vegna þess hvernig haldið hefur verið á málum og vegna þess hvernig dagskrá þingsins er forgangsraðað. Ég er hins vegar ekki sammála hv. þingmanni um að við nærumst á þeirri reiði því að við í stjórnarandstöðunni höfum einmitt talað fyrir því að leitað verði lausna, að fundað verði og að komist verði að niðurstöðu sem allir geta unað við. Þess vegna langar mig að lokum að taka undir orð hv. þm. Oddnýjar G. Harðardóttur þar sem hún lagði til að á dagskrá væru sett þau mál sem samstaða væri um. Það er fullt (Forseti hringir.) af málum sem hafa verið afgreidd út úr nefnd í samstöðu. Það eru þau (Forseti hringir.) sem við eigum að taka og setja á dagskrá núna og klára.