144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:36]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það voru nokkur tilþrif viðhöfð í ræðustól í gærkvöldi af hendi hv. þm. Birgittu Jónsdóttur til að særa fram svar forseta við því hvað hann hygðist funda lengi. Ég treysti mér ekki í þau tilþrif en bið forseta um að rifja það upp með mér í huganum hvernig þau voru fram sett, en það snerist um að endurtaka ítrekað spurninguna um það hversu lengi stæði til að halda fundinum áfram. Ég held að það væri ágætt fyrsta skref í því að bæta samskiptin og ekki þurfum við að breyta stjórnarskrá til þess að virðulegi forseti svari bara spurningu sem er borin fram úr ræðustól Alþingis. Er það ekki ágætisbyrjun? Hvað stendur til að funda lengi?