144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:41]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Þar sem ég var á forsetastóli áðan og hv. þingmenn báðu um að fá upplýsingar um hvenær þingfundi mundi mögulega ljúka ákvað ég sem forseti að verða við þeirri bón og svara því til að það yrði um miðnættið. Þar af leiðandi tel ég að ef hv. þm. Róbert Marshall er tilbúinn til þess að flytja sína ræðu, kominn hingað í þingsal, væri það það besta sem hann gæti gert.