144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

mæting stjórnarliða.

[10:39]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Ég var mættur hérna kl. 10 í morgun til að taka þátt í fundi. Ég var hérna til klukkan að ganga eitt í gærkvöldi að ræða þessi mál og kveinka mér ekki undan því, flutti síðustu ræðuna eftir miðnætti í gærkvöldi.

Það er alveg rétt sem hv. þm. Oddný G. Harðardóttir sagði hér áðan. Þetta er auðvitað háðulegt, alveg fráleit staða. Það þarf að fresta hérna fundum til að fá mannskap í hús til að geta fellt tillögu um breytingu á dagskrá. Menn eru ekki einu sinni viðstaddir. Ítrekað er búið að flytja tillögu um að taka önnur mál á dagskrá, ýta þessu til hliðar sem er ekki að fara neitt þannig að menn geti farið að ræða brýnni mál, viðfangsefni sem meiri sátt er um, en haldið er áfram, alveg út í það endalausa. Það er stjórnarmeirihlutanum til skammar.