144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

sáttatónn í stjórnarliðum.

[12:21]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Þegar tveir aðilar deila, tveir hópar deila, og valda þriðja aðila skaða, aðila sem kemur ekki að deilunni, er góð regla að þvinga þessa aðila til að sitja saman í herbergi og leysa deiluna. Varðandi kjaradeilur á Norðurlöndunum er þetta til staðar, ef kjaradeilur valda þriðja aðila skaða er góð regla að þvinga þessa aðila til að sitja saman í herbergi og leysa deiluna. Aðila sem hafa vald samkvæmt lögum, eins og okkur þingmenn, sem valda þriðja aðila skaða, sem er fólkið í kjaradeilum, við eigum að vera að ræða það, við eigum að vera að finna lausnir á þeim vanda, er gott að hægt sé að þvinga saman. Nú er búið að kalla eftir því að atvinnuveganefnd fundi um þetta mál, setjist á rökstólana og finni lausn. Jón Gunnarsson hefur dagskrárvaldið og hann getur gert það umsvifalaust. Það ætti hann að gera. Það er góð regla af því að þessi deila er farin að valda samfélaginu skaða.