144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

sáttatónn í stjórnarliðum.

[12:32]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég hjó eftir því að hv. formaður atvinnuveganefndar sagði hér í dag, þegar við vorum að tala um að leita þyrfti sátta í þessu máli, að ekkert hefði komið frá minni hlutanum í þá veru. Ég lít nú þannig á að tillagan um að breyta dagskránni og taka þetta mál af dagskrá, setja önnur mál á dagskrá, sé einmitt tilraun til sátta. Það er leið til sátta að fá málið í nefnd þar sem oft verður mjög góð umræða og betri en hér á sér stað, þegar menn hlaupa upp í ræðustól og reyna að eiga samræður við fólk sem er jafnvel ekki í salnum. Þannig að það er sáttaleiðin. En auðvitað er þetta allt í miklum hnút ef fólk er ekkert að hlusta hvert á annað.