144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

lyfjalög.

408. mál
[15:51]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla að byrja á því að þakka þingmanninum ræðuna og taka undir að þetta er um margt flókið mál þótt frumvarpið látið lítið yfir sér. Mig langar að spyrja hana út í löggjöfina sem var sett 1994 og þau lög sem við erum að setja núna byggja á. Hún vék að því í ræðu sinni að helst hefði verið auglýst í þremur miðlum, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi, þá var ekki byrjað að auglýsa á internetinu. Mig langar að spyrja hvort við höfum gleymt okkur hérna, ég renndi yfir bæði reglugerðina og lögin, hvort löggjafinn eða framkvæmdarvaldið hafi gleymt sér í tækninni og að internetið hafi í raun gleymst í þessu. Hefur hv. þingmaður einhverja skoðun á því?