144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

lyfjalög.

408. mál
[16:00]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Það er þetta með frelsið, því að það er bæði frelsi hvers og eins til þess að haga sér eftir eigin höfði og hins vegar að samfélagið taki ábyrgð á því að frelsa okkur frá alls kyns vitleysu. Þetta er alltaf erfið jafnvægisganga.

Ég held að það sé hárrétt ábending hjá þingmanninum að það gæti alveg verið ástæða til að hafa sams konar reglur varðandi fæðubótarefni. Samt sem áður er það þannig að það eru til dæmis ýmis lækningatæki og alls kyns búnaður sem fólk notar, allra handa, og það geta verið fagstéttir sem mæla með því. Markmiðið hlýtur að vera að koma í veg fyrir að einhver geti auglýst vöru með upplognum eiginleikum en ekki síður að koma í veg fyrir að verið sé að selja og auglýsa vöru sem kann (Forseti hringir.) að vera skaðleg. Það er kannski það sem við þurfum að einblína á, að vernda þann þátt.