144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

lengd þingfundar.

[11:19]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég bið forseta í fullri einlægni að draga þessa tillögu til baka, halda fundinn með formönnum flokkanna kl. 16 og ef ekki næst neitt saman þar geta menn bara komið hér saman aftur og fjallað um þessa tillögu að nýju. Mér finnst ekki góðs viti að fara inn í samtal millum formanna flokkanna með það að hafa tekið ákvörðun í ófriði um að halda hér kvöldfund. Ég ætla að biðja hæstv. forseta náðarsamlegast að gera þetta og sýna þannig góðan vilja til að hér nái menn saman seinni partinn í dag um það með hvaða hætti fram skuli haldið með þetta Alþingi en láti af þessum ófriðartillögum sýknt og heilagt.