144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla.

775. mál
[23:42]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það hefur ekki verið tilefni til að ræða fundarstjórn forseta frá því í dag, enda töldum við að samkomulag væri um framhald fundarins en það eru einhver áhöld um það. Nú er klukkan að detta í miðnættið og þótt ég viti að nóg er nóttin fyrir drauga þá er það þannig að nefndarfundir hefjast kl. 8 í fyrramálið og þingmenn hér í hópnum sem þurfa vitaskuld að undirbúa sig undir þá fundi og komast til síns heima og þaðan aftur í tæka tíð fyrir fundina. Ég ætlaði einfaldlega að kalla eftir því að forseti láti hér nótt sem nemur.