144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:16]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Forseti. Í ljósi þess að fram hefur komið að hæstv. fjármálaráðherra hefur verið látinn vita af áhuganum á því að hann sé viðstaddur umræðuna, er þá ekki rétt að við gerum hlé á umræðunni þar til fjármálaráðherra er kominn í hús þannig að við getum átt orðastað við hann? Stjórnarandstaðan heldur þingstörfunum uppi, það er einn sjálfstæðismaður í húsi, það er föstudagur, klukkan langt gengin sjö og það er hlægilegt að við höldum umræðu hér áfram.

Ég spyr: Hvað ætlar forseti að halda fundinum lengi áfram í ljósi beiðni þingflokksformanns Bjartrar framtíðar um að fundurinn sé ekki haldinn meðan Björt framtíð getur ekki tekið þátt í þingstörfunum?