144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

áætluð hækkun bóta og launa í ríkisfjármálaáætlun.

[15:35]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég held að við hv. þingmaður séum almennt sammála um að við ætlum okkur að gera betur þegar kemur að kjörum lífeyrisþega þessa lands. Ég hef ekki fundið fyrir öðru en að það sé nokkuð sem allir þingmenn séu sammála um að sé mikilvægt að gera og halda áfram að gera.

Hvað varðar hins vegar ríkisfjármálaáætlunina er það mál sem hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra flutti hér. Það var reynt að leggja hana fram í samræmi við þær upplýsingar sem voru þá til staðar. Ég veit ekki betur en að fjárlaganefnd sé búin að reyna að vinna hana eins vel og hægt hefur verið miðað við þær upplýsingar sem hún hafði þá á milli handanna. Hins vegar eru áætlanir bara áætlanir. Ekki hvað síst þegar við erum að tala um svona stóra aðgerð og stórar breytingar held ég að allir hafi skilning á því að þær geti tekið breytingum. Ég held að þá sé mikilvægt að taka það upp almennt við stjórn þingsins og stjórn fjárlaganefndar en hins vegar held ég að málið sé næst á dagskrá í þinginu.