144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[19:24]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil taka undir með hv þingmanni þegar hann bendir á að pólitískar áherslur eru nokkuð skýrar í plagginu. Þó að fjárhagslegu stoðirnar séu ekki styrkar eru póliltísku línurnar nokkuð styrkar. Mér sýnist að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft vinninginn þegar farið var í til dæmis skattbreytingarnar, en að Framsóknarflokkurinn hafi orðið þar undir, nema ef vera kynni að hv. þingmenn Framsóknar og hæstv. ráðherrar, eins og ég fór yfir í ræðu minni áðan, hafi bara ekki sett sig nægilega vel inn í skattatillögurnar. Mér fannst það koma mjög skýrt fram þann 15. maí þegar hæstv. forsætisráðherra afneitaði því algerlega að hér ætti að einfalda skattkerfið heldur ætti þvert á móti að fjölga þrepum.