144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

um fundarstjórn.

[20:11]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Maður þarf ekki að hafa verið lengi á þingi, eða fylgst lengi með þingstörfum, til að vita að það hefur viðgengist ár eftir ár að þegar kemur að lokum þings þá þarf stjórnarliðið, forustumenn stjórnarliðsins, að setjast niður með forustumönnum stjórnarandstöðunnar og semja um þinglokin. Það höfum við öll reynt sem hér sitjum og stöndum.

Það sem er óvenjulegt núna er í fyrsta lagi hvað þetta virðist taka ákaflega langan tíma, hvað þingið er orðið langt umfram tilefni, og hins vegar það að vandamálið er greinilega tvöfalt. Eitt er það að stjórnarandstaðan semji við stjórnina, hitt er það að stjórnin semji innbyrðis, að þeir tveir flokkar sem sitja í stjórn komi sér saman um einhver samningsmarkmið í samningunum við stjórnarandstöðuna.

Ég vil nú biðja, af því hér á móti mér er hinn hv. þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vinkona mín Ragnheiður (Forseti hringir.) Ríkharðsdóttir, um að menn reyni að koma því á fyrst og geri hlé á þingstörfum á meðan.