144. löggjafarþing — 128. fundur,  12. júní 2015.

lengd þingfundar.

[14:52]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er verið að taka málin fyrir í alveg kolrangri röð og það ekki í fyrsta skipti á þessu vori. Það er absúrd að ætla að byrja á því að greiða atkvæði um lengd þingfundar og svo komi hæstv. forseti og segi: Svo ætla ég á eftir að ræða við þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar um það hversu lengi eða hve lengi eigi að hafa þessa tilhögun.

Auðvitað hljótum við að gera þetta í hina áttina. Ef eitthvert samtal á á annað borð að fara fram um það hversu lengi þessi þingfundur eigi að standa byrjum við auðvitað á því að ræða saman og síðan göngum við til atkvæða þegar einhver niðurstaða úr því samtali liggur fyrir.