144. löggjafarþing — 129. fundur,  13. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[17:30]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er stundum þannig með gífuryrðin í þessum sal að maður skilur ekki hvernig þau koma til. Ég hef ekki hitt neinn sem er að leggja ofuráherslu á þetta atriði. 3. gr. er eins og hún stendur. Hún er mjög skýr. Í henni er meginskilyrði og síðan segir hér „og, eftir atvikum, kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið frá 1. maí 2015“. Það kom fram í umræðu í nefndinni að miðað væri við síðustu samningalotu. Þetta er allt saman mjög skýrt. Ég kannast ekki við neina ofuráherslu. Þetta liggur afskaplega (Gripið fram í.) ljóst fyrir.