144. löggjafarþing — 130. fundur,  13. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[19:05]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F):

Herra forseti. Það er hryggilegt að grípa inn í kjaradeilur með lögum og víkja þar með til hliðar helgum verkfallsrétti. Í tilfellum eins og nú, þegar ljóst er að ríkir almannahagsmunir eru í húfi, þegar ljóst er að deilan veldur þriðja aðila tjóni, þriðja aðila sem hvergi kemur nærri deilunni, þegar ljóst er að deilan bitnar á sjúklingum, hún bitnar á þeim þúsundum sem bíða þjónustu sýslumanna, hún kemur niður á bændum, þá verður því miður að grípa inn í. Vonandi verður tíminn sem gefinn er í frumvarpinu eða í lögunum nýttur vel til þess að ná ásættanlegri niðurstöðu. Ég óska þess innilega að svo verði. Ég segi já.