144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

vistvæn vottun matvæla.

[10:22]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegur forseti. Ég þakka svarið. Ég skil það þá þannig að það sé einhvers konar millibilsástand núna. Reglugerðin er í gildi, það er samt enginn með eftirlit með því að vistvæn vottun standi raunverulega fyrir eitthvað og farið sé eftir reglugerðinni, hugsanlega munu einhverjir hópar framleiðenda vilja nýta merkið áfram en þá með því að búa sér sjálfir til umgjörð utan um það og væntanlega eitthvert eftirlit óháð þriðja aðila, ef ég skil rétt. Þá stendur eftir að staðan í dag er þannig að vörur úti í búð eru merktar sem vistvænar og ég velti fyrir mér hvort það sé ásættanlegt, vegna þess að í rauninni er ekkert á baki við það. Getur ráðherra komið hér upp í ræðustól og fullvissað mig og aðra neytendur um að ef vara er merkt sem vistvæn, með vistvænni vottun, fái ég meira fyrir peninginn en ef ég kaupi hefðbundna landbúnaðarframleiðslu?