144. löggjafarþing — 140. fundur,  30. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[13:37]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Hæstv. forseti. Ég vil fá að leiðrétta mistök sem mér urðu á í yfirferð á nefndaráliti meiri hluta hv. efnahags- og viðskiptanefndar. Ég las upp þá hv. þingmenn sem rita undir það álit um breytingar á lagaákvæðum um viðurlög við brotum á fjármálamarkaði og mér urðu á þau mistök þegar ég ætlaði að lesa upp nafn hv. þm. Unnar Brár Konráðsdóttur að segja Unnur Birna Kristjánsdóttir, sem ekki á sæti á Alþingi. Mér þykir mjög leitt að hafa orðið á þessi mistök og leiðrétti þau hér með. Að sjálfsögðu er um að ræða hv. þm. Unni Brá Konráðsdóttur.