144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu.

27. mál
[13:29]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég ætla að sitja hjá í þessari atkvæðagreiðslu. Það er afar einkennilegt að hér er sífellt verið hrópa á meira og meira fjármagn í það heilbrigðiskerfi sem við höfum til staðar í landinu í dag. Eins og allir vita er erfitt að fullnægja þeim kröfum sem farið er fram á. Á góðum dögum eins og í dag hrópar stjórnarandstaðan á meira fjármagn og segir að stjórnarflokkarnir geri ekki nægilega vel við heilbrigðiskerfið, þó að þessi ríkisstjórn hafi staðið fyrir því að aldrei hefur jafn mikið fjármagn farið í heilbrigðisgeirann. (Gripið fram í.)

Virðulegi forseti. Það er algjörlega ótímabært að leggja fram þetta mál, það er mjög gott að vera ábyrgðarlaus í þingstörfum. Það vantar alla fjármögnun á bak við þessar hugmyndir. Eins og ég sagði áðan, virðulegi forseti, ég sit hjá.